Guðni með 37,54% á landsvísu

Staðan á landsvísu á miðnætti þegar 29% atkvæða höfðu verið …
Staðan á landsvísu á miðnætti þegar 29% atkvæða höfðu verið talin.

Guðni Th. Jóhannesson er með 37,54% fylgi á landsvísu nú á miðnætti þegar 29% atkvæða hafa verið talin. Halla Tómasdóttir er með 28,99% greiddra atkvæða.

Andri Snær Magnason er með 14,34% og Davíð Oddsson með 13%.

„Ég held að sigurinn sé í höfn,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna á Grand hóteli laust eftir miðnætti. Hann minnti þó á að enn ætti eftir að telja stóran hluta atkvæða.

Hann þakkaði stuðningsmönnum sínum innilega fyrir stuðninginn. „Þetta hefur stundum verið stressandi, þetta var meira að segja pínulítið stressandi í kvöld. Fyrstu tölur, hvað er að gerast?“ sagði Guðni og uppskar hlátur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert