Guðni var efstur í öllum kjördæmum

Næsti forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, ásamt eiginkonu sinni El­izu …
Næsti forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, ásamt eiginkonu sinni El­izu Reid. Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði í öllum kjördæmum í kosningunum í gær og Halla Tómasdóttir hlaut næstmest fylgi í fimm af sex.

Minnstu munaði á þeim tveimur í Suðurkjördæmi, þar sem Guðni hlaut sitt minnsta fylgi, 35,2%, og Halla sitt mesta, 34,2%. Mestur var munurinn i Reykjavíkurkjördæmi suður, eða 15%. Þá hlaut Guðni einnig 14 prósentustigum meira fylgi í Reykjavíkurkjördæmi norður og Norðausturkjördæmi, en það síðarnefnda var það kjördæmi þar sem hann hlaut mest fylgi, eða 45,1%.

Davíð Oddsson hlaut nokkuð jafnt fylgi á öllu á landinu. Minnst fékk hann 11,7% atkvæða í Norðausturkjördæmi en mest í Suðurkjördæmi, 16,7%.

Andri Snær Magnason átti misjafnasta genginu að fagna. Mesta fylgi hans var í Reykjavíkurkjördæmi suður, þar sem hann fékk 23,8% atkvæða, og var því með meira en Halla. Litlu minna var fylgið í hinu Reykjavíkurkjördæminu, eða 19,1%. Í Norðvesturkjördæmi var fylgið hins vegar einungis 7,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert