Vill skattaívilnanir fyrir landsbyggðina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ekkert er því til fyrirstöðu að fólk og fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins njóti skattaívilnana. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og fyrrverandi forsætisráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í slíkri stefnu fælist að tryggingargjald lækkaði eftir því sem reksturinn væri lengra frá Reykjavík, en einnig búsetustyrkir.

Í greininni segir Sigmundur Davíð að sér hafi gramist sú ákvörðun að flýta þingkosningum og hætta við að leggja fram fjárlög. Með því hafi lítið orðið úr þeirri sókn sem hann hafi boðað í byggðamálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert