Þingið afgreiddi ekki 126 mál

Við þinglok á Alþingi fyrir komandi kosningar.
Við þinglok á Alþingi fyrir komandi kosningar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Alls voru lögð fram 237 frumvörp á nýafstöðnu þingi, 145. löggjafarþinginu. Alls urðu 107 frumvörp að lögum, fjórum var vísað til ríkisstjórnarinnar og 126 voru óútrædd.

Af 179 þingsályktunartillögum voru 70 samþykktar, einni vísað til ríkisstjórnarinnar og ein felld. 107 tillögur voru óútræddar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þessi mál falla öll niður og þurfa þingmenn að endurflytja þau á nýju þingi, vilji þeir halda þeim til streitu. Af þeim frumvörpum sem ekki hlutu afgreiðslur voru 26 stjórnarfrumvörp og 100 þingmannafrumvörp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert