35,82% hafa kosið í Reykjavík

Kjósendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Kjósendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Klukkan 16 höfðu 32.842 greitt atkvæði í Reykjavík eða 35,82% þeirra sem eru á kjörskrá. Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu 16.396 greitt atkvæði eða 36,65%. Svipaðar tölur voru í Reykjavíkurkjördæmi suður en klukkan 16 höfðu 16.446 greitt atkvæði eða 35,8%.

Í Norðvesturkjördæmi höfðu 24% greitt atkvæði klukkan 14 en kjörsóknin var um 10% klukkan 11.

Ekki var hægt að fá upplýsingar um kjörsókn í Norðausturkjördæmi en klukkan 16 höfðu 5.347 greitt atkvæði á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Það er 38,35% og örlítið lakara miðað við síðustu alþingiskosningar en þá höfðu 42% greitt atkvæði klukkan 16.

Í Suðurkjördæmi höfðu 29,93% greitt atkvæði klukkan 15. Í alþingiskosningunum 2013 höfðu 32,67% kosið á sama tíma og 36,04% í alþingiskosningunum 2009.

Klukkan 15 höfðu 19.220 manns kosið í Suðvesturkjördæmi eða 28,2%. Í alþingiskosningunum 2013 höfðu 20.344 kosið á sama tíma eða 32,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert