Nennir ekki að tala um Sigmund Davíð

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismála-ráðherra.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismála-ráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali á Morgunvaktinni í morgun að hún nennti ekki að tala um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann flokksins. Hann sakar núna hóp fólks, sem hann tilgreinir ekki nánar, um að hafa eytt kosningabaráttunni í að hvetja fólk til útstrikana. 18% kjósenda Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi strikuðu Sigmund Davíð út. 

Frétt mbl.is: Fólk hvatt til útstrikana

Eygló óttast ekki að staða fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins verði til að aðrir flokkar treysti sér ekki í ríkisstjórnarsamstarf við flokkinn. Það heyrist nýr tónn í forystumönnum stjórnmálaflokkanna eftir kosningar. Þar er meiri sáttavilji en áður og það er kannski í samræmi við það hvernig samstarfið hefur verið á Alþingi síðustu mánuði. Þetta sagði Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Óðin Jónsson á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. 

„Þú ert nú úr þeim hluta Framsóknarflokksins sem talar um nýjan tón og ný vinnubrögð en það er líka beiskja í flokknum og það eru einhverjir sem eru ekki sáttir ennþá. Mun það ekki þvælast fyrir ykkur?“ spurði Óðinn. „Nei!“ svaraði Eygló. „Þú heldur ekki? Nei! Við skulum bara tala hreint út. Verður ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kannski fleiri, óþægir nýja formanninum? Það verður bara að koma í ljós en ég bara nenni ekki að tala um Sigmund Davíð,“ svaraði Eygló.

Frétt Rúv

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert