„Þetta er ekki að gerast“

Frá kosningavöku VG.
Frá kosningavöku VG. mbl.is/Freyja

Ætti fólk ekki bara að taka dögunum með ró?“ Þetta skrifar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sína. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við mbl.is rétt fyrir hádegi að ekkert væri að frétta varðandi stjórnarmyndunarviðræður.

Hún hefði ekkert heyrt í Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins: „Þið eruð búin að hringja 18 sinnum og spyrja að þessu og það er er ekkert búið að breytast. Þetta er ekki að gerast,“ sagði Katrín.“

Svandís segir stöðuna flókna eftir kosningar. Engir augljósir stjórnarmyndunarkostir séu í stöðunni og bakland flokkanna, forysta þeirra og almenningur verði að fá ráðrúm til að meta þessa nýju stöðu. „Fyrir liggur þó annars vegar ákall um fjölbreytni og hins vegar að ekki verður undan því vikist að taka til hendinni í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og svo í kjörum aldraðra og öryrkja.

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmenn verði að leitast við að starfa saman í meiri samstöðu en oft áður, eins og raunin hefur verið síðan Panama-skjölin voru afhjúpuð í vor. 

„Best væri að koma þinginu sem fyrst til starfa óháð stjórnarmyndun svo unnt væri að byrja að glíma við fjárlagafrumvarp með heimsóknum og umsögnum til fjárlaganefndar. - Kjósendur hafa talað og okkar er að vinna úr niðurstöðunni. Það er okkar verkefni að koma hér á starfhæfri ríkisstjórn. Til þess þarf tíma ef vel á að vera.“

Loka ekki á ákveðna flokka

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk stjórnarmyndunarumboðið hjá Guðna Th. Jóhannessyni forseta á miðvikudag. Bjarni ræddi við Guðna í síma í gær en engar upplýsingar eru um hvað fór þeirra á milli.

„Við miðuðum við það, við formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að um helg­ina eða í byrj­un næstu viku hefði komið í ljós hvernig gengi og hann gæfi mér skýrslu um það. Við tök­um svo ákvörðun í því fram­haldi um næstu skref,“ sagði Guðni þegar hann kynnti ákvörðun sína um að veita Bjarna umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar í síðustu viku.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, odd­viti Vinstri grænna í Norðaust­ur­kjör­dæmi, sagði í samtali við Morgunblaðið að flokkurinn gæti ekki skellt í lás á fyr­ir fram ákveðna flokka í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert