Einhugur um viðræður innan flokksins

Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé ganga út af fundinum í …
Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé ganga út af fundinum í dag. Ófeigur Lýðsson

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að einhugur hafi verið innan þingflokksins um að hefja formlegar viðræður um fimm flokka ríkisstjórn. Hann segir flokkinn ganga bjartsýnan til viðræðna og ekki setja nein skilyrði fyrir samstarfi fyrir fram. 

Frétt mbl.is:Samþykkja form­leg­ar viðræður 

Vinstri-græn, Björt framtíð, Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in og Viðreisn hafa ákveðið að hefja form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður eft­ir fund­ar­höld síðustu tvo daga. Næstu dag­ar fara í sér­tækt mál­efn­astarf en eng­inn fast­ur tím­arammi hef­ur verið gef­inn. 

Benedikt segir í samtali við Morgunblaðið allt of snemmt að segja til um það hvaða málefni flokkurinn setji á oddinn og aðspurður kveður hann flokkinn ekki setja nein skilyrði fyrir samstarfi fyrir fram.

Spurður hvort grasrót flokksins sé heitari fyrir ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri en hægri segir hann það hljóta að þurfa að markast af stefnu flokksins og hvaða málefnum flokkurinn nái fram. Hann segist hafa gengið bjartsýnn til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi verið slitið af hálfu Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert