Flestir vilja VG í næstu stjórn

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%. Flestir þeirra sem nefna ákveðið stjórnarsamstarf vilja hins vegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eða 14%.

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Spurt var í könnuninni: Hvaða flokkar, tveir eða fleiri, myndir þú vilja að mynduðu nýja ríkisstjórn? Mjög skiptar skoðanir eru þó á því í hvers konar samstarfi þeir vilji sjá VG. Rúmur þriðjungur vill sjá Framsóknarflokkinn í einu eða öðru ríkisstjórnarsamstarfi eða 35%, 33% Samfylkinguna, 31% Sjálfstæðisflokkinn, 30% Pírata, 26% Bjarta framtíð, 19% Flokk fólksins, 19% Viðreisn og 4% Dögun.

Fram kemur að tiltölulega fáir hafi nefnd hverja samsetningu ríkisstjórnarsamstarfs og svörin dreifst mikið. Sem fyrr segir vilja 14% samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins., 6% vildu ríkisstjórn Pírata, Samfylkingarinnar og VG, 5% nefndu stjórn Samfylkingarinnar og VG, 4% stjórn VG og Bjartrar framtíðar og einnig 4% Sjálfstæðisflokk og VG. Aðrar samsetningar njóta 3% eða minni stuðnings en 56% nefndu aðrar samsetningar.

Skoðanakönnunin var gerð 15. til 19. september, 1.143 voru í úrtakinu og þátttökuhlutfall var rúmlega 53%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert