Sigurður Ingi: „Ekki algjörlega óvænt“

Sigurður Ingi á flokksþingi Framsóknar í fyrra þar sem hann …
Sigurður Ingi á flokksþingi Framsóknar í fyrra þar sem hann var kjörinn formaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigmundar Davíðs forvera síns um að segja sig úr Framsóknarflokknum hafa komið á óvart, en þó ekki algjörlega. Hann segir stofnun Framfarafélags Sigmundar í vor hafa verið vísbendingu um það sem gæti verið í vændum.

„Þetta er fyrst og fremst dapurlegt,“ segir Sigurður Ingi sem frétti fyrst af ákvörðuninni í fréttum. Aðspurður segist hann ekki hafa átt í miklum samskiptum við Sigmund að undanförnu. „Það er nú bara þannig með þingmann sem hefur ekki mikinn áhuga á að starfa með þingflokknum.“

Frétt mbl.is: Sigmundur Davíð hættur í Framsókn

Sigmundur Davíð greindi fyrst frá ákvörðun sinni í grein á heimasíðu sinni nú í hádeginu. Þar rekur hann ástæður úrsagnarinnar og segir meðal annars að Sigurður Ingi hafi reynt að „loka [Sigmund] úti“ og grafa undan honum innan flokksins. Þá hafi hann dreift fjarstæðukenndum sögum af fundi þeirra.

Sigurður Ingi segir þetta af og frá. Allir séu boðnir og búnir til að vinna saman innan Framsóknarflokksins. Þá segir Sigurður að hann hafi haft efasemdir um stofnun Framfarafélagsins í vor og segir ekki vita til annars en að félagsmenn hafi næg tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum og þróa innan Framsóknarflokksins.

Sigmundur Davíð kveður blaðamenn eftir fund með Ólafi Ragnari í …
Sigmundur Davíð kveður blaðamenn eftir fund með Ólafi Ragnari í apríl í fyrra. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert