Framsókn stærri en Miðflokkurinn

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framsóknarflokkurinn mælist stærri en Miðflokkurinn í nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem eru í framboði til alþingiskosninga. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með talsvert minna fylgi en í könnun Gallup sem greint var frá fyrr í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur, mælist með 21,3% fylgi, samanborið við 25,3% hjá Gallup. VG mælast með 16,6% en mældust með 17,3% hjá Gallup.

Samfylkingin er þriðji stærsti flokkurinn, með 12,5%. Framsóknarflokkurinn mælist með 11,7% en mældist með 8,9% hjá Gallup. Miðflokkurinn mælist með 11,4%, Píratar 11% og Viðreisn 8,1%.

Flokkur fólksins og Björt framtíð næðu ekki inn á þing en Flokkur fólksins mælist með 4,4% og Björt framtíð 2,2%. Aðrir flokkar mældust með 0,9%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert