Leiðtogarnir tregir til handauppréttinga

Leiðtogarnir á RÚV í kvöld.
Leiðtogarnir á RÚV í kvöld. mbl.is/Eggert

Vandræðalegt augnablik varð í sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins í lokakappræðum forystumanna stjórnarflokkanna á upphafsmínútum þáttarins nú í kvöld. Það var ekki vegna orða einhvers formannsins heldur vegna tillögu þáttastjórnenda. Eftir að hafa spurt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, með hverjum hún gæti hugsað sér að vinna í ríkisstjórn eftir kosningar, bað Þóra Arnórsdóttir þá formenn sem væru reiðubúnir að vinna með Vinstri grænum að rétta upp hönd.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru fulltrúarnir misjafnlega fúsir til þess. Nokkrir forystumenn á vinstrivængnum lyftu strax upp hönd á meðan aðrir voru tregari til, eins og sést á myndinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greip inn í aðstæðurnar og lýsti þeirri skoðun sinni að spyrlarnir væru farnir út af sporinu.

„Boltinn er ennþá hjá kjósendum,“ sagði Bjarni og bætti við að það væri í þeirra umboði sem ríkisstjórnir væru myndaðar. „Við bíðum eftir niðurstöðum frá kjósendum og leggjumst svo í þá vinnu,“ sagði hann enn fremur.

Hann bætti við að vart þyrfti annað en að skoða stefnur flokkanna og þá svaraði þessi spurning sér sjálf.

Þóra Arnórsdóttir þáttastjórnandi vildi að þeir leiðtogar sem gætu hugsað …
Þóra Arnórsdóttir þáttastjórnandi vildi að þeir leiðtogar sem gætu hugsað sér að vinna með VG myndu rétta upp hönd. Skjáskotið er tekið rétt í þann mund sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók orðið. Skjáskot / RÚV
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert