Úrslitin ekki í takt við síðustu kannanir

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð hennar við fyrstu tölum séu jákvæð. Flokkurinn hafi bætt við sig fylgi í flestum kjördæmum en bíða verði að sjá með lokaniðurstöðu þangað til öll atkvæði hafi verið talin.

Katrín segir að miðað við fyrstu tölur muni flokkum á þingi fjölga og verða átta og segir hún að það muni breyta stöðunni varðandi ríkisstjórnarmyndun. Segir hún að allir hafi þó lært af síðustu kosningum og hafi ekki verið með of stórar yfirlýsingar varðandi mögulega stjórnarmyndun fyrir kosningar.

Hún segir að það hafi komið á óvart hversu misvísandi skoðanakannanir hafi verið og úrslitin samkvæmt fyrstu tölum úr takt við síðustu kannanir. Spurð um ástæður fylgis Vinstri grænna segir Katrín að það sé ljóst að flokkurinn bæti við sig vegna áherslu á uppbyggingu velferðarsamfélagsins.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert