Sætta sig við Katrínu í forsæti

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru flestir á því að ekki eigi að …
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru flestir á því að ekki eigi að láta kröfu VG um stól forsætisráðherra koma í veg fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. mbl.is/Árni Sæberg

Einhver andstaða er við það í þingflokki Sjálfstæðisflokksins að orðið verði við kröfum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um, náist málefnaleg samstaða á milli VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar um myndun ríkisstjórnar, að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins telja þó flestir þingmenn flokksins að ekki eigi að láta kröfu VG koma í veg fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Segja að slík afstaða væri óábyrg og það geti vart verið frágangssök að ganga að þessari kröfu.

Samkvæmt samtölum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins í gær, eftir að þingflokkurinn hafði fundað um mögulegt stjórnarsamstarf við VG og Framsókn, virðast þingmenn flokksins geta sætt sig við að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Benda þeir á góða frammistöðu Bjarna sem fjármálaráðherra í ríkisstjórninni 2013 til 2016. Brýn þörf sé nú á öflugum manni í stól fjármálaráðherra, að því er fram kemur í fréttaskýringu um stjórnarmyndunarþreifingarnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert