Sósíalistaflokkurinn bætir við sig fylgi

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi, á þingi flokksins …
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi, á þingi flokksins í júlí. mbl.is/Jón Helgi

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands eykst um rúmlega eitt prósentustig frá síðustu mælingu, en nærri sjö prósent segjast myndu kjósa flokkinn, færu kosningar til Alþingis fram í dag.

Þetta kemur fram í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup, sem mælir fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina.

Ríkisstjórnarflokkarnir með 49%

Þar segir að litlar breytingar séu á fylgi annarra flokka frá því sem var í júlí, eða á bilinu 0,2-1,5 prósentustig. Þær séu því ekki tölfræðilega marktækar.

Tæplega 25% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 14% Vinstri græn, hátt í 13% Pírata, rúmlega 11% Samfylkinguna, rösklega 10% Framsóknarflokkinn, liðlega 9% Viðreisn, nærri 7% Miðflokkinn, liðlega 4% Flokk fólksins og 0,6% Frjálslynda lýðræðisflokkinn.

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír njóta því samanlagt um 49% fylgis.

58% segjast styðja ríkisstjórnina

Rúmlega 12% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp og liðlega 8% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa. Tæplega 58% þeirra sem taka afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina.

Spurt var:
Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?
Styður þú ríkisstjórnina?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert