Áreiðanleiki fyrir íslenskar aðstæður

Gluggar frá Skanva koma ýmist í klassískum eða nútímalegum stíl
Gluggar frá Skanva koma ýmist í klassískum eða nútímalegum stíl

Árið 2018 hóf Skanva.is sölu á gluggum og hurðum í netverslun á Íslandi. Það má segja að móttökurnar hafi verið hreint út sagt magnaðar og augljóslega kominn tími á uppstokkun á markaði glugga og hurða á Íslandi. Verðið var afar hagstætt og afhendingartími góður og áreiðanlegur að hætti Dana enda móðurfélag Skanva staðsett í Danmörku. Á þessum tæpum sex árum frá stofnun hefur fyrirtækinu vaxið ásmegin og samhliða farið úr aðeins einum starfsmanni í fimm á Íslandi. Stór bakskrifstofa í Danmörku sér svo um það sem snýr ekki beint að sölu, almennan rekstur, flutningsmál, framleiðslu og svo framvegis, svo að skrifstofan á Íslandi sé einbeitt í sölu og þjónustu.

Síðustu ár hefur Skanva markað sér skýra stefnu á verktakamarkaði og eðlilegt að stefna ekki öllum í netverslun með sín viðskipti þegar um er að ræða sérlausnir og þjónustu. Hingað til hafa minni verktakar nýtt sér þjónustuna, jafnvel netverslunina, þar sem hægt er að fletta upp verði á gluggum og hurðum og gefa sínum viðskiptavinum strax tilboð eftir því.

Nú er svo komið að starfsfólk Skanva er vel í stakk búið til að takast á við stærri verkefni, nýbyggingar til jafns við endurnýjun og því er tilhlökkun í starfsfólkinu að mæta á stórsýninguna Verk og vit og opna á frekara samtal um vörur Skanva og þjónustu.

Fallegt heimili með Skanva gluggum
Fallegt heimili með Skanva gluggum

Skilvirk netverslun

Sérkenni Skanva á markaðnum hefur verið skilvirk og notendavæn netverslun. Þar hafa viðskiptavinir möguleikann á að hanna glugga- eða hurðaeiningar nánast alveg eftir eigin höfði. „Margir viðskiptavina okkar eru orðnir mjög færir í að nýta sér þennan kost en að sjálfsögðu er hægt að fá ráðgjöf hjá sölumönnum okkar sem gera tilboð, stór og smá,“ segir Guðrún Harpa Atladóttir, sölu- og markaðsfulltrúi hjá Skanva.

Einn af stórum kostum þess að versla við Skanva er að þar eru engir óþarfa milliliðir í ferlinu. Móðurfélag Skanva rekur verksmiðjur sem sjá fyrirtækinu fyrir einingum ásamt öllum systurverslununum, en Skanva býður upp á sambærilega þjónustu í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi.

Stílhreint og vandað
Stílhreint og vandað

Vörur fyrir íslenskar aðstæður

Skanva hefur allt frá upphafi vandað valið á birgjum og má í því samhengi nefna að allar tréeiningar eru úr kvistlausum kjarnviði sem er undirbúinn og unninn eftir nýjustu stöðlum og tækni. Fyrir utan tréglugga og -hurðir er hægt að fá vöruna í ál/tréútfærslu sem hefur rutt sér til rúms síðustu áratugi.

„Við ráðleggjum viðskiptavinum að huga vel að því hvar mæðir mest á byggingunni sem einingarnar eiga að fara í en álklætt timbur er afskaplega góð lausn þar sem álið ver timbrið fyrir veðri og vindum og gerir að verkum að mun minna viðhald þarf til að halda einingunum við. Ráðgjafar okkar reyna alltaf að fá upplýsingar um verkefni viðskiptavina til að geta hjálpað þeim í valinu,“ segir Guðrún Harpa.

Það hefur aldrei verið mikilvægara að geta sýnt fram á góða virkni vöru í þessum flokki og því eru vörur Skanva slagveðursprófaðar miðað við íslenska staðla í Danmörku hjá hinu danska Teknologisk Institut, sem er sambærilegt Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins okkar Íslendinga sem lögð hefur verið niður.

Byrjaðu að hanna nýju gluggana hér.

Byrjaðu að hanna nýju hurðina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert