Reykjavíkurmaraþon

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

21.8. „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

19.8. Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

19.8. Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

19.8. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

19.8. Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

19.8. Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

18.8. „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

70 Færeyingar í Reykjavíkurmaraþoni

15.8. Um 70 Færeyingar koma hingað til lands til þess að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn og kynna um leið Þórshafnar maraþonið fyrir Íslendingum. Er þetta í fyrsta sinn sem svo stór hópur fer en meðlimir hans hafa ferðast víða um heim í þeim tilgangi að taka þátt í maraþonum. Meira »

Í þriðja sinn fyrir mömmu

14.8. „Jú, það er alltaf einhver svona notaleg tilfinning sem hríslast um mig þegar ég kem í mark, að vera að hlaupa fyrir mömmu,“ segir Óskar Örn Arnórsson sem hleypur heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, fyrir móður sína og um leið Göngum saman, þriðja árið í röð. Meira »

Fer stafrænt maraþon sem broddgöltur

13.8. Undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþonið stendur nú sem hæst enda maraþonið á næstu grösum. Misjafnt hafast mennirnir að en Kristinn Ólafur Smárason sker sig líklega mest úr við undirbúninginn, með því að spila í gegnum tölvuleikina Sonic The Hedgehog eitt, tvö og þjú. Meira »

„Sunna er eitt af börn­un­um okk­ar“

2.8. Berglind Jónsdóttir flugfreyja hjá Icelandair ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni og safnar áheitum til styrktar AHC samtökunum. Sunna Valdís Sigurðardóttir er ein Íslendinga sem greinst hafa með þennan sjaldgæfa taugasjúkdóm. Meira »

Fara fjórir saman í hjólastól

19.7. Eyjamaðurinn Gunnar Karl Haraldsson ætlar að ýta sér 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í hjólastól til styrktar Reykjadals. Með í för verða þeir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Kjartan Ólafsson Vídó og Sigurjón Lýðsson. Saman skipa þeir félagar hópinn Vinir Gunnars Karls. Meira »

„Mjög heppinn hvítblæðissjúklingur“

7.7. Hildur Karen Sveinbjarnardóttir greindist með bráðahvítblæði í nóvember á síðasta ári. Hún er nú stödd Svíþjóð þar sem hún er að jafna sig eftir mergskiptaaðgerð og stefnir á að komast heim fyrir júlílok. Í ágúst hyggst hún svo hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Meira »

20 útköll tengd Reykjavíkurmaraþoni

20.8.2016 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er degi sinnt 20 verkefnum í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið.  Meira »

Helstu úrslit liggja fyrir myndasyrpa

20.8.2016 Helstu úrslit eru kunn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2016. Metþátttaka var í hlaupinu í ár en keppendur voru yfir 15 þúsund talsins og söfnuðust vel yfir 92 milljónir króna í áheitasöfnuninni. Meira »

Eykur stuðning við Reykjavíkurmaraþon

20.8. Íslandsbanki hefur ákveðið að auka stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

19.8. Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

19.8. Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

19.8. Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

19.8. Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

18.8. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

17.8. „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Húllar og hleypur á sama tíma

14.8. Unnur María Bergsveinsdóttir, betur þekkt sem Húlladúllan, tekur þátt í skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþons. Hún ætlar að húllahlaupa leiðina um miðbæ Reykjavíkur og safnar áheitum til styrktar Villiköttum. Meira »

Efnir loforð og hleypur fyrir dóttur

14.8. „Ég hleyp fyrir dóttur mína sem getur ekki hlaupið sjálf,“ segir Elín Björk Gísladóttir, móðir Helgu Ingibjargar Þorvaldsdóttur, sem var hætt komin eftir alvarlegt bílslys á Hrútafjarðarhálsi fyrir 19 mánuðum. Helga margbrotnaði í slysinu en á Grensásdeild var henni hjálpað til að ganga á nýjan leik. Meira »

Hitti dauðadæmdan mann

10.8. Anna Lilja Ægisdóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Vill hún vekja athygli á því að venjulegt fólk getur haft áhrif á mannréttindabaráttu um allan heim en hún hefur persónulega reynslu á því hvernig undirskriftarsöfnun í Kringlunni bjargaði lífi manns. Meira »

Safna fyrir starfsemi Villikatta

1.8. Dýraverndunarfélagið Villikettir stendur fyrir stóru verkefni á Suðurlandi þar sem þau hafa tekið fjölda kettlingafullra læða og kettlinga. Fjórtán manns ætla að hlaupa til styrktar félaginu í Reykjavíkurmaraþoni og safna fyrir kattaathvarfi. Meira »

Á þriðju milljón safnast fyrir Láru

10.7. Vel yfir tvær milljónir hafa safnast fyrir Láru Sif Cristiansen í Reykjavíkurmaraþoninu en hún lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi fyrir nokkrum vikum og lamaðist frá brjósti og niður. Lára var mikil íþróttamanneskja og starfaði sem flugmaður hjá Icelandair. Meira »

Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi

4.7. Jón Sverrir Árnason er með tvo sjaldgæfa sjúkdóma en það stoppar hann ekki í að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu 19. ágúst. Hann er 13 ára og hleypur í annað skiptið til styrktar félaginu Einstök börn. Meira »

Lúðrasveit tók á móti Valdimari

20.8.2016 Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson táraðist næstum því þegar hann kom í mark að loknum 10 kílómetrum í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Hann kveðst virkilega ánægður með daginn og gerir fastlega ráð fyrir að taka aftur þátt á næsta ári. Meira »

Margir vilja „selfie“ með Guðna

20.8.2016 Fyrstu menn eru komnir í mark í heilmaraþoni Reykjavíkurmaraþonsins en það var Kanadamaðurinn David Le Porho sem var fyrstur yfir marklínuna. Margt er um manninn í miðborginni og fylgist fjöldi fólks með hlaupurum koma í mark. Meira »