Daglegt líf. Hnyttin og lýsandi mynd sem ber vökulu auga ljósmyndarans vitni.
Umhverfi: Augnablikið fangað í ákaflega tignarlegri en jafnframt dramatískri mynd þar sem náttúran sýnir styrk sinn við ný og gömul kennileyti borgarinnar. Okkur hættir til að gleyma því að borgin er landslag í sjálfu sér. Góð ljósmynd getur sýnt okkur kunnuglega staði í nýju ljósi eða vakið óvænt hughrif þar sem við bjuggumst ekki við þeim. Þetta er vel byggð mynd þar sem staðsetning ljósmyndarans og augnablikið skipta öllu máli.
Fréttamynd: Myndin sem nefndin valdi í ár er sterk og sígild fréttamynd sem getur staðið sjálfstæð án textaskýringar og segir áhorfandanum tafarlaust áhrifamikla sögu.
Myndaröð ársins: Góð tilraun til að segja sögu í myndum.
Myndaröð ársins: Þarna er á ferðinni röð mynda sem sýna áhorfandanum sögu drengs sem tekst á við lífið og erfiðleika þess og færir áhorfandanum heim sanninn um hvernig hægt er að njóta lífsins á marga vegu.
Myndaröð ársins: Það sem þessi myndaröð hefur umfram aðrar sem kepptu í þessum flokki í ár er að hér er ekki einungis röð mynda frá einum viðburði heldur er gerð atrenna að því að sýna  söguna á bakvið hversdagslíf venjulegs drengs sem þarf að kljást við fötlun sína.
Myndaröð ársins: Hér hefur verið hugsað út í flæði og söguþráð á myndrænan hátt.
Myndaröð ársins.
Myndaröð ársins.
Myndaröð ársins.
Íþróttamynd ársins: Ljósmyndarinn þorir að að fara nýja leið í myndsköpun og býr til góða mynd sem sýnir hreyfingu og fjölbreytileika íþróttarinnar á listrænan hátt.
Mynd ársins: Í þessari einföldu mynd er sögð flókin saga þjóðfélagsátaka liðinna ára.
Portrett: Mjög sterkt portrett þar sem saman fer frumlegt sjónarhorn, markviss litanotkun og táknræn notkun umhverfis.
Tímarit: Stílhrein og vel gerð mynd. Fáguð og öguð vinnubrögð ljósmyndara.