Katrín hertogaynja heilsar leiðtoga maóra á Nýja-Sjálandi að hefðbundnum sið þeirra. Katrín, Vilhjálmur prins og sonurinn Georg eru nú á 3 vikna ferðalagi um Nýja-Sjáland og Ástralíu.
Koddaslagur á háskólatorginu í Búkararest í Rúmeníu.
Frans páfi heilsar fólki í Róm.
Franskur ofurhugi, Denis Josselin, gengur á línu yfir Signu í París.
Kettir í Washington undirbúnir fyrir geldingu. Samtök sem vinna að dýravernd handsama ketti, gelda þá og sleppa þeim. Markmiðið er að fækka köttum sem ganga lausir um borgina.
Kona af Pulaar-þjóðinni í Mið-Afríkulýðveldinu brosir með barn sitt í fanginu í þorpinu Boda. Pulaar-fólkið og múslímar eru innilokaðir í þorpinu en allt umhverfis bíða kristnir skæruliðar.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja koma ásamt syni sínum Georg út úr flugvél á flugvelli á Nýja-Sjálandi. Fjölskyldan er nú á þriggja vikna ferðalagi um Nýja-Sjáland og Ástralíu.
Georg spriklandi glaður að vera kominn til Nýja-Sjálands. Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja eru nú á þriggja vikna ferðalagi um Nýja-Sjáland og Ástralíu.
Fyrirsæta sýnir hönnun kirgiska hönnuðarins Abylkasym kyzy Gulburak á tískuvikunni í Kirgistan.
Stuðningsmenn Rússlands hafa komið sér fyrir við tálma í borginni Donetsk í Úkraínu. Hópurinn heldur til fyrir utan höfuðstöðvar öryggislögreglunnar. Víðs vegar um Úkraínu má nú finna hópa sem styðja Rússa. Forsætisráðherra Úkraínu sakar Rússa um að reyna að stía úkraínsku þjóðinni í sundur.
Maður úr rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sleppir friðardúfu við þinghúsið í Moskvu.
Palestínskar skólastúlkur standa fyrir framan veggmynd á Gaza-svæðinu.
Börnum í Darfur-héraði í Súdan gefið bóluefni við lömunarveiki. Margir eru á vergangi í héraðinu vegna tíðra árása og hafa börn því ekki fengið bólusetningar.
Í þessum kassa kom gíraffi til dýragarðsins Vincennes í París. Verið er að opna garðinn á ný eftir miklar endurbætur sem staðið hafa í mörg ár.
Barn í þorpinu Boda í Mið-Afríkulýðveldinu. Íbúar þorpins eru innilokaðir. Þeir eru flestir múslímar en allt í kring eru kristnir skæruliðar. Átök milli kristinna og múslíma eru enn að færast í aukana. 1,6 milljónir manna hafa ekki nægan mat og hafa Sameinuðu  þjóðirnar miklar áhyggjur af ástandinu.
Indverskir kjósendur bíða í röðum við kjörstað í Dibrugarh. Þingkosningar eru hafnar í þessu fjölmenna landi og munu taka nokkra daga.
Golf-aðdáendur fylgjast með móti í Augusta í Georgíu í Bandaríkjunum.
Átök á úkraínska þinginu. Fulltrúar Kommúnistaflokksins og Svoboda-flokksins lentu í átökum í þingsal. Verið var að ræða hertar aðgerðir gegn aðskilnaði í landinu.
Barn leikur sér með flugdreka á þaki húss í Port au Prince á Haítí.
Barn fylgist með ísbirni á sundi í dýragarði í Frakklandi.
Konur í palestínska hernum taka þátt í hersýningu á Gasa-svæðinu.
Ungar stúlkur snæða hádegisverð fyrir utan  V&A-safnið í London.
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-Un, heilsar brosmildur hershöfðingjum í Samjiyong.
Barn á flótta. Þessi litli drengur er einn af fimm milljónum manna sem flúðu stríðsátök í Afganistan síðastliðna þrjá áratugi. Flestir flúðu til Pakistan og Íran. Drengurinn er í Jalala-flóttamannabúðunum í Pakistan.
Fólk gengur fram hjá sprungu í vegi í bænum Iquique í norðurhluta Síle. Jarðskjálfti sem var 8,2 stig varð í Síle seint á þriðjudag í síðustu viku.
Gríðarlegt sandfok varð í norðvestanverðu Kína. Fólk var varað við því að vera á ferli vegna mengunarinnar.
Rússneskir hermenn stökkva úr skriðdreka á heræfingu í Volgograd í Rússlandi. Rússar hafa flutt hermenn að landamærunum að Úkraínu síðustu daga.
Afgani sem starfaði við forsetakosningarnar í landinu um helgina, flytur kjörgögn á asna milli staða.
Svarthöfði ætlaði að bjóða sig fram sem forseta í Úkraínu. Hann sést hér heilsa úkraínskum hermönnum. Kennsl voru borinn á hann, hann sagður rafvirki og heita Viktor. Þá hætti hann við framboðið.
Flóttamenn við landamæragirðingu í Marokkó. Margir freista þess að komast þess leið til Spánar.
Minningarathöfn um fórnarlömb þjóðarmorðsins í Rúanda. Tuttugu ár eru frá því óöldin geisaði í landinu. Að því tilefni var kyndill fluttur þverrt yfir landið.
Kona í Barein syrgir Hussein Ahmed Sharaf. Hann hafði farið í felur eftir að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann lést svo í sprengjuárás sem gerð var á heimili hans.