Nýnemar voru tolleraðir inn í Menntaskólann í Reykjavík. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá er þessi mynd hvorki tekin úr þyrlu né dróna, heldur með tímastilltri myndavél á þar til gerðri stöng. Golli, ljósmyndarinn sem tók myndina, er að vísu mjög stór, þannig að prikið bætti kannski ekki miklu við.
Horft til hafs í rigningunni.
Sumarið er tíminn til að hlaupa.
Endurtekning af rigningarsumrinu mikla 2013 gaf okkur líka ýmislegt fallegt, eins og þennan regnboga.
Í Fógetagarðinum í miðborg Reykjavíkur hefur verið starfræktur matarmarkaður nokkra undanfarna laugardaga.
Blautur hundur við brunahana í miðborginni.
Sólsetrið er oft fallegt á haustmánuðum.
Fuglalíf í Hörpu getur verið ærið fjölbreytilegt. Þar má finna glerfugla, sem erfitt er að finna úti í náttúrunni.
Þó svo að mikið hafi rignt í sumar á höfuðborgarsvæðinu þá voru nokkrir góðviðrisdagar inni á milli.
Eldgosið í Holuhrauni er ágætis myndefni, veisla fyrir ljósmyndara eins og blaðamaður orðaið það.
Stækka mynd
Stækka mynd
Stækka mynd
Stækka mynd
Stækka mynd
Stækka mynd
Nýja sprungan sunnan við upprunalegu sprunguna. Ljósmyndarinn var á ferðinni milli klukkan 08:30 og 09:30 daginn sem hún uppgötvaðist.
Átök hafa verið innan 365 miðla. Mikael Torfason og Ólafur Stephensen starfa hvorugir þar lengur.
Færeyingar tóku því illa þegar Íslendingar neituðu að selja vistir til færeyska skipsins Nærabergs. Íslendingar brugðust við og stofnuðu Facebooksíðu þar sem Færeyingar eru beðnir afsökunar.
365 er ekki eini fjölmiðillinn sem hefur verið í fjölmiðum undanfarið, því mikil átök hafa verið um eignarhald á DV.
Stækka mynd
Brúnin var öllu léttari á Sigurðu á seinni aðalfundi DV ehf., þar sem Reynir Traustason lét í minni pokann. Ekki er ljóst hver verður ritstjóri DV.
Álftin Svandís var bara með 2 unga þetta árið.
Fjöðrin eftir Söru Riel að Asparfelli 2-12.
Listaverk eftir Erró að Álftahólum 4-6
Kindur og lömb í Mosfellsbæ vöktu athygli vegfaranda. Skepnurnar, sem eru úr tré, voru settar upp í tilefni bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
Á annað þúsund manns tóku þátt í vík­inga­hátíð í Slag­el­se í Dan­mörku í sum­ar. Rúm­lega þrjá­tíu Íslending­ar, á veg­um víkinga­fé­lags­ins Rimm­ugýgja, stærsta starf­andi vík­inga­fé­lags hér á landi, tóku þátt. Fé­lagið fer stækk­andi með hverju ár­inu og eru meðlim­ir þess nú yfir 140 tals­ins.
Frá Brákarhátíð í Borgarnesi.