Nepalinn Chandra Bahadur Dangi (t.v.) er minnist maður heims. Hér er hann ásamt hæsta manni heims, Sultan Kosen frá Tyrklandi.
Katrín hertogaynja, Camilla hertogaynja og Sophie greifynja af Wessex, fylgjast með athöfn um fallna hermenn fyrri heimsstyrjaldarinnar í London.
Ungur, hvítur tígur horfist í augu við flugu í dýragarði í Aþenu.
Sfinxinn og pýramídarnir í Giza í Egyptalandi. Svæðið um hverfis þessi merku mannanna verk hefur nú verið gert upp.
Ung stúlka setur rós inn um rifu í brot af Berlínarmúrnum sem enn stendur til minningar um vegginn sem var.
 Cristiano Ronaldo mætir til móttöku vegna viðurkenningar hans sem besti framherji spænsku knattspyrnudeildarinnar á síðasta leiktímabili.
Loftbelgur á flugi yfir Portúgal á hátíð tileinkaðri slíkum belgjum í landinu.
Regnhlífarbyltingin í Hong Hong er enn í gangi. Mótmælendur hafa hengt upp veggspjöld til að minna á sig og sinn málsstað.
Bráðaliði saumar sár á höfði sýrlensks drengs eftir að flugskeyti sýrlenska hersins hafnaði í bænum Douma. Uppreisnarmenn hafa bæinn á valdi sínu en herinn sækir fast að honum.
Gervirósir við Tower of London til minningar um þá sem féllu í fyrri heimsstyjöldinni. Blómin eru yfir 800 þúsund.
Svisslendingurinn Rodger Federer í leik við Japanann Kei Nishikori á tennismóti í London.
Ballerína æfir sig í St. Pétursborg í Rússlandi.
Nunna og hermaður ræðast við á lestarstöð í Róm.
Palestínskur maður heldur á logandi eintaki af kóraninum eftir að kveikt var í mosku á Vesturbakkanum.
lend­ing­ar­farið Philae nam staðar í skugga kletta­veggs á hala­stjörn­unni 67P/​​Churyu­mov-Gerasi­men­ko.
Ítalski geimfarinn  Samantha Cristoforetti æfir sig fyrir geimferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í lok nóvember.
Indverskur drengur baðar sig í Nýju Delí.
Heræfing hjá líbíska hernum.
Bandaríski hnefaleikamaðurinn Shannon Briggs hnykklar vöðvana.
Gluggaþvottamenn lendu í kröppum dansi utan á One World Trade Center í New York.
Indverskir dansarar æfa sig fyrir þjóðdansakeppni.
Norðurírski golfarinn Graeme Mc Dowell sækir boltann á sjöundu holu á golfmóti í Shanghaí.
Afganskar konur sitja í stúlkunni og bíða eftir að keppni hefjist íTaekwon-Do hefjist. Konum var bannað að horfa á íþróttaviðburði og að taka þátt í þeim á meðan Talíbanar voru við völd í landinu.
Heilbrigðisstarfsmaður í Síerra Leóne heldur á líki barns í höfuðborginni Freetown. Barnið lést úr ebólu. Rauði krossinn vinnur nú að því að bæta ungengni við lík í tengslum við útfarir til að lágmarka sýkingarhættu.
Kona hrópar á hjálp eftir loftárás í sýrlensku borginni Aleppo. Átök hafa geisað í borginni mánuðum saman.