Angela Merkel kanslari Þýskalands rennir niður síld á fiskihátíð í austurhluta Þýskalands.
Írösk stúlka sem þurfti að flýja heimili sitt í Anbar-héraði vegna átaka milli stjóarnarhersins og skæruliða Ríkis Íslams, fer með brúsa að vatnsbólinu í flóttamannabúðunum til að sækja vatn fyrir fjölskyldu sína.
Húsbátar í löngum röðum á OrOVille-vatni í Ástralíu.
Sölumaðurinn Khan Agha, 59 ára, býður gúrkur í vegkanti í Kabúl í Afganistan.
Hvort viltu vera Michael Jackson eða Osama bin Laden? Það er hægt að kaupa fölsuð skilríki með nöfnum þeirra á gangstéttum Peking.
Heimilislausir kjósa að sofa undir berum himni í Nýju Delí í hitabylgjunni sem nú gengur yfir Indland. Þeir segja það skárra en að sofa inni í brennandi heitum bárujárnskofu.
Dansarar í verkinu 120 dagar spillingar (e. 120 days of sodom) í leikstjórn Austurríkismannsins Johann Kresnik, á sviði í Berlín.
Elísabet Bretadrottning með kórónuna sína á leið að halda ræðu við upphaf þingsins í vikunni.
Kjöt til sölu í Gaza-borg. Það er heitt á svæðinu þessa dagana og hefur hitinn farið yfir 42°C.
Blöðrur með andlitum kanadíska forsætisráðherrans Stephens Harpers, ítalska forsætisráðherrans Matteos Renzis, bandaríska forsetans Baracks Obama, þýska kanslarans Angelu Merkel, breska forsætisráðherrans Davids Camerons, franska forsetans Francois Hollande og japanska forsætisráðherrans Shinzo Abe, á lofti við kirkju í Þýskalandi. Fundur G7 ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, er í þann mund að hefjast.
Audrey Frische frá Tennessee, geiflar sig eftir að heyra orðið obnebulate í þriðju umferð stafsetningarkeppninar í Maryland.
Razeen Basunia frá Suður-Karólínu þykist vélrita orðið pileus til að hjálpa sér að stafsetja það í huganum í stafsetningarkeppni í Maryland.
Rohingya-konur frá Búrma standa saman á ströndinni í Aceh í Indónesíu. Konurnar eru á flótta frá heimalandinu en rohingya-múslímar sæta þar ofsóknum. Mörg þúsund þeirra hafa flúið land.
Falleg áferð kletta í Lower Antelope-gljúfrinu í Arizona.
Ariane 5 geimflaugin tekst á loft í Frakklandi.
Björn gæðir sér á vatnsmelónu í dýragarði í Ísrael. Hitinn hefur farið yfir 44°C í landinu.
Maður safnar plastflöskum á bryggju í Manila í á Filippseyjum. Hagvöxtur á eyjunum er mun minni en spáð var.