Feluleikur Þessi hnáta spratt upp undan stórum steini
þegar ljósmyndarinn mundaði linsuna.
Buslað í Nauthólsvíkinni Margir kusu að leggja leið sína í Nauthólsvíkina í góða veðrinu sem gladdi höfuðborgarbúa í gær enda minnir fátt meira á erlenda sólarströnd en gylltur sandur.
Ungviðið brá á leik í pollinum við Nauthólsvík. Ekki leiðinlegt hjá þessum piltum.
Hláturskast Það er lítið sem þarf til að gleðja á sólríkum dögum. Þessar
stúlkur höfðu nýlokið við sundsprett og hlýjuðu sér í sandinum.
 Lína Dóra er siglingakennari og kennir
handtökin á siglinganámskeiðinu í Siglunesi.
Hluti þessarar kátu fjölskyldu kepptist við að byggja sem hæstan turn úr sandi í Nauthólsvíkinni
á meðan móðirin grillaði pulsur ofan í svanga byggingarmeistarana.
 Drengirnir tveir léku sér í strandfótbolta en róðurinn þyngdist
þegar stúlkan tók sér stöðu milli stanganna og sýndi mikla hæfileika.
Þessi barnahópur úr Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ gerði sér glaðan dag og grillaði pulsur í
Nauthólsvík. Sáttar með daginn sögðust kennararnir hiklaust koma aftur með barnahópinn