Norðurljós á Júpíter. Myndina tók NASA með Hubble-sjónaukanum.
Dýraverndunarsinninn Nora Lifschitz heldur á slasaðri leðurblöku í nýju dýraathvarfi í Ísrael.
Maður heldur á regnhlíf skreyttri englamyndum á meðan hann hlustaði á ræðu Frans páfa á Péturstorginu í Róm.
Gríðarlegt magn af þörungi hefur hulið strendur Qingdao í austurhluta Kína. Um árlegt fyrirbæri er að ræða, en á þessum árstíma verður sjórinn mjög næringarefnaríkur og þörungurinn blómstrar sem aldrei fyrr. Starfsmenn koma þá og hreinsa það mesta.
Nunnur fagna Frans páfa með kossum og faðmlögum á Péturstorginu.
Meirihluti Breta vill út úr Evrópusambandinu.
Sólin yfir gömlu höfninni í Marseille í Frakklandi.
Áhorfandi á Wimbleton-mótinu í tennis skreytir höfuð sitt með viðeigandi hætti.
 Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og mikill stuðningsmaður þess að Bretar gengju úr ESB, tilkynnti í dag, fimmtudag, að hann hygðist ekki sækjast eftir að verða formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra í haust.
Bandaríska forsætisfrúin Michelle Obama heilsar Letiziu Spánardrottningu innilega á fundi þeirra í gær, miðvikudag.
Sundlaugavörður lítur yfir Astoria-laugina í Queens-hverfinu í New York. Í gær voru almenningssundlaugar borgarinnar opnaðar að nýju og margir komu til að njóta sólarinnar.
Egypskar orrustuþotur mynduðu hjarta yfir höfuðborginin Kaíró í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá byltingunni sem leiddi til þess að Mohamed Morsi forseti fór frá völdum.
Egypskar orrustuþotur yfir höfuðborginin Kaíró í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá byltingunni sem leiddi til þess að Mohamed Morsi forseti fór frá völdum.
Sýningastúlkur í fatnaði Lenu Hoschek á tískuvikunni í Berlín.