Hópur drengja fylgist hræddur með loftárásum Rússa í Fardous-hverfinu í Aleppo. Suma daga eru árásirnar linnulausar.
Sýrlensk kona stendur við sjúkrarúm stúlku sem særðist í átökum stríðandi fylkinga í borginni Aleppo.
Þessir piltar búa í Fardous-hverfinu í Aleppo. Þeir fylgjast skelfdir með loftárásum sem Rússar gerðu á hverfið í vikunni.
Jameel Musatafa Haboush fær súrefni hjá sjálfboðaliðum Hvítu hjálmanna. Það tók þá nokkrar klukkustundir að grafa hann upp úr rústum húss eftir loftárás í vikunni.
Drengurinn Jameel Mustafa Habboush grafinn upp úr rústum húss eftir loftárásir Rússa í Aleppo í vikunni. Fleiri klukkustundir tók að grafa hann upp.
Drengurinn Jameel Mustafa Habboush grafinn upp úr rústum húss eftir loftárásir Rússa í Aleppo í vikunni. Fleiri klukkustundir tók að grafa hann upp.
Hadi Mustafa Habbush er níu ára. Bróður hans Jameel, 13 ára, var bjargað undan rústum húss einum degi á undan. Húsið hrundi í kjölfar árásar Rússa. Hadi slasaðist líka og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Drengur fær aðhlynningu á sjúkrahúsi eftir loftárás.
Særð, sýrlensk stúlka fær aðhlynningu á sjúkrahúsi eftir loftárás.
Feðgin ganga um sjúkrahús í Sýrlandi. Þau voru meðal þeirra sem urðu fyrir loftárás í síðustu viku.
Hópur manna gengur með lík félaga síns sem féll í loftárásum í Aleppo.
Hér er verið að reyna að endurlífga 11 ára gamlan sýrlenskan dreng, Suleiman, sem varð fyrir loftárás í heimabæ sínu. Það tókst ekki að fá hjarta hans til að slá aftur. Hann lést af sárum sínum.
Hér liggur lík 11 ára gamals drengs í borginni Douma austur af Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Drengurinn hét Suleiman og lést í loftárás. Nú liggur lík hans í líkhúsi borgarinnar.
Reykur stígur upp. Enn ein loftárásin í Sýrlandi.
Sýrlenskur maður liggur slasaður á sjúkrastofu í Aleppo eftir loftárás Rússa.