mbl | sjónvarp

Viltu breyta lífi þínu?

FÓLKIÐ  | 29. apríl | 10:00 
Breytingar á lífi eldri manns eru efnistök næstu myndar í stuttmyndaröð sem Mbl sjónvarp sýnir á sunnudögum í samvinnu við Kvikmyndaskóla Íslands.

Breytingar á lífi eldri manns eru efni næstu myndar í stuttmyndaröð sem Mbl sjónvarp sýnir á sunnudögum í samvinnu við Kvikmyndaskóla Íslands.

Erlendur Sveinsson samdi handrit myndarinnar ásamt því að leikstýra. Hann útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 2010 úr leikstjórnar- og framleiðsludeild. „Stuttmyndin Viltu breyta þínu lífi? fjallar um eldri mann sem lifir lífi sínu á mjög vanabundinn hátt. Hann er fastur í ákveðinni rútínu. Í myndinni fær hann skilaboð frá æðri máttarvöldum um að nú sé tími breytinga sem endurspeglast mjög vel í myndinni,“ segir Erlendur.

Erlendur segir að í raun byggist karakter gamla mannsins sem leikinn er af Grétari Snæ Hjartarsyni á aðalpersónunni í teiknimyndinni Up sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum.

Stuttmyndahornið
Íslendingar eiga frábæra kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra. MBL Sjónvarp sýnir nú stuttmyndir í samvinnu við Kvikmyndaskóla Íslands en stuttmyndirnar eru hluti af lokaverkefni nemenda skólans. Margir af ástsælustu leikurum þjóðarinnar bregður fyrir í myndunum.
Loading