Svíar á HM eftir jafntefli á Ítalíu

ÍÞRÓTTIR  | 14. nóvember | 6:28 
Svíþjóð tryggði sér í kvöld keppnisrétt í lokakeppni HM í knattspyrnu í Rússlandi næsta sumar. Ítalía og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli í Mílanó og Svíþjóð sigraði samanlagt 1:0. Ítalir missa af lokakeppninni í fyrsta skipti síðan 1958.

Svíþjóð tryggði sér í kvöld keppnisrétt í lokakeppni HM í knattspyrnu í Rússlandi næsta sumar. Ítalía og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli í Mílanó og Svíþjóð sigraði samanlagt 1:0. Ítalir missa af lokakeppninni í fyrsta skipti síðan 1958. 

Svíar léku agaðan varnarleik sem gekk upp þrátt fyrir að Ítalir hafi nokkrum sinnum átt ágætar sóknir. Á heildina litið var sóknarleikur Ítala þó ekki nægilega hugmyndaríkur til þess að setja Svía í veruleg vandræði. 

Spænski dómarinn, Antonio Mateu, þurfti nokkrum sinnum að taka ákvarðanir um hvort dæma ætti vítaspyrnur en lét það eiga sig í öll skiptin. Þar áttu bæði liðin í hlut.  

Mikil stemning var á San Siro-vellinum í Mílanó. Sérstaklega í fyrri hálfleik en hún dofnaði talsvert í þeim síðari þegar angist fór að grípa um sig á áhorfendapöllunum. 

Þættir