Kona í fyrsta sinn skipherra í geimferðð

Eileen Collins mun leiða geimferð fyrst kvenna.
Eileen Collins mun leiða geimferð fyrst kvenna. AP

Þrjátíu árum eftir að menn stigu fyrst á tunglið mun Eileen Collins verða fyrst kvenna til að vera skipherra í geimferð er hún stýrir áhöfn geimferjunnar Columbia út í geim á morgun.

Collins, sem er 42 ára móðir, verður yfirmaður í fimm daga geimferð sem hefur það að markmiði að koma rannsóknarsjónaukanum Chandra á braut um jörðu. „Það er mér mikill heiður að vera valin til þessa verkefnis," segir hún. „Ég lít hins vegar á það sem eðlilega þróun. Sú tíð mun koma að það þyki ekki fréttnæmt heldur sjálfsagt að konur séu í slíkum stöðum." Collons varð fyrst kvenna til að stýra geimskipi árið 1995. Chandra-verkefnið er dýrasta verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA til þessa en því er ætlað að afla upplýsinga um svarthol.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert