Mun klámið ráða úrslitum?

Löngu fyrir daga internetsins og DVD-spilarans var myndbandið það nýjasta nýja í heimilisafþreyingu. Var þá ekki ljóst hvort neytendur myndu horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti af VHS-myndbandssnældum eða Betamax-snældum og börðust framleiðendur hart um hylli neytenda. Svo fór að VHS bar sigur úr býtum og var því haldið fram að ein ástæða fyrir sigri VHS, þótt ástæðurnar væru vissulega fleiri, hefði verið sú að klámiðnaðurinn tók VHS-tæknina upp á sína arma.

Fljótlega munu neytendur standa frammi fyrir svipuðu vali, en baráttan er þegar hafin milli framleiðenda tveggja mismunandi tæknilausna í annarri kynslóð DVD-mynddiska. Annars vegar er HD-DVD-tæknin og hins vegar Blu-ray-tæknin. Blu-ray er, líkt og Betamax var, framleiðsluvara Sony-fyrirtækisins og svo virðist sem stjórnendur þar á bæ hafi lítið sem ekkert lært af Betamax-ævintýrinu.

Framleiðendur kláms, sem þó höfðu lýst áhuga sínum á Blu-ray-tækninni, segjast tilneyddir til að gefa út vörur sínar á HD-DVD-diskum vegna þess að Sony hafi lagst gegn því að Blu-ray væri notað til að dreifa klámi. Einhverjir gætu sagt þetta aðdáunarverða afstöðu hjá Sony, en viðskiptalega virðist hún lítt til eftirbreytni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert