Google biður þýska netnotendur afsökunar

Google er mörgum ómissandi
Google er mörgum ómissandi Reuters

Gefin var út afsökunarbeiðni í dag á vegum leitarvélarinnar Google í dag, eftir að þýska útgáfa síðunnar hvarf í nótt. Notendur sem reyndu að skoða þýsku útgáfuna fengu þess í stað tilkynningu frá lénasölunni Goneo um að ekkert væri að finna á viðkomandi vefsvæði. Þetta kemur fram á breska fréttavefnum The Register.

Talsmaður Google baðst í dag velvirðingar á því að síðan hefði horfið á miðnætti, en að vandinn hefði verið leystur um klukkan 7:30 í morgun. Ekki hafa verið gefnar skýringar á því hvers vegna þetta gerðist, en líklegt þykir að gleymst hafi að endurnýja áskrift að léninu með áðurgreindum afleiðingum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist því árið 2003 gleymdist hjá hugbúnaðarframleiðandanum Microsoft að endurnýja breskt lén frípóstsþjónustunnar Hotmail með þeim afleiðingum að margir notendur komust ekki inn á tölvupóstinn sinn um skeið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert