Microsoft gefur út uppfærslu við 20 öryggisgöllum á Windows

Windows XP frá Microsoft.
Windows XP frá Microsoft.

Microsoft hvetur nú notendur Windows stýrikerfisins til að sækja nýja uppfærslu frá fyrirtækinu, sem inniheldur lagfæringar á 20 öryggisgöllum. Meðal þess sem lagfært er eru gallar sem hægt er að nota sem svokallaðar bakdyr, sem tölvuþrjótar hafa þegar nýtt sér, og eiga við hugbúnað á borð við Explorer vafrann, Word og Excel og Defender, sem er hugbúnaður sérstaklega ætlaður til að stöðva njósnahugbúnað og aðra óværu.

Lagfæringarnar eiga allar við um hugbúnað fyrir Windows XP stýrikerfið og Windows 2000, og er um helmingur þeirra merktur ,,critical”, eða alvarlegir, sem þýðir að óprúttnir geta náð stjórn á sýktri tölvu.

Engin þeirra er ætlaður hinu nýútkomna Vista stýrikerfi þar sem uppfærslur hafa þegar verið gefnar út fyrir þá galla sem enn hafa fundist á því.

Uppfærslan er í flestum tilvikum sett upp sjálfkrafa hjá notendum XP, en þeir sem ekki hafa slíkt valið á tölvum sínum geta sótt uppfærsluna á vefsíðum Microsoft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert