Gervigreind stelur senunni á VivaTech

VivaTech í París.
VivaTech í París. AFP/Julien De Rosa

Þúsundir áhugamanna um tækni hafa skráð sig á stærsta frumkvöðlaviðburð Evrópu, VivaTech, sem byrjar í París í dag. Viðburðurinn er haldinn árlega en það sem stelur senunni í ár er gervigreind.

Á fjórum dögum mun viðburðurinn, sem er nú haldinn í áttunda sinn, hýsa meira en 150 þúsund gesti, 11 þúsund sprotafyrirtæki og 450 fyrirlesara, að sögn skipuleggjenda.

Á morgun munu stærstu stjörnurnar í tæknibransanum stíga á svið og þá er búist við að John Kerry, fyrrverandi sendimaður í loftslagsmálum og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, muni beita sér fyrir grænni tæknibyltingu. Einnig mun Elon Musk, eigandi Tesla, SpaceX og samfélagsmiðilsins X, birtast í gegnum myndbandstengil og svara spurningum áhorfenda.

Elon Musk að heimsækja VivaTech í fyrra.
Elon Musk að heimsækja VivaTech í fyrra. AFP/Alain Jocard

 „Gervigreind verður kjarninn í öllu sem þú munt sjá,“ sagði Maurice Levy, stofnandi VivaTech, í opnunarávarpi sínu.

Á sömu nótum hvatti Marina Ferrari, ráðherra stafrænna mála Frakklands, fólk til þess að vera óhrætt við gervigreind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka