Stefnt að sameiginlegri viðbragðsáætlun við loftsteinaárekstri

Loftsteinn yfir Perth í Ástralíu.
Loftsteinn yfir Perth í Ástralíu. AP

Drög verða lögð á þessu ári að sameiginlegri áætlun Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð við því að stór loftsteinn stefni á jörðina. Í drögunum verður skilgreint hver og hvernig skuli stjórna aðgerðum til að beina slíkum hlut frá jörðinni.

Áætlunin er hugmynd samtaka geimfara (Association og Space Exlorers), en bandaríska Geimferðastofnunin (NASA) fylgist nú með 127 hlutum í nágrenni jarðar sem mögulega gætu skollið á henni.

Hafa samtökin beðið hóp vísindamanna, lögfræðinga, diplómata og sérfræðinga í tryggingamálum um að hittast í Strassburg í maí nk til að skrafs og ráðagerða, en vonast er til að endanleg áætlun verði tilbúin árið 2009.

Æ fleiri hlutir hafa fundist síðustu ár sem mögulega geta skollið á jörðinni, og taka sérfræðingar alvarlega hættuna á því að slíkt geti gerst, með hrikalegum afleiðingum fyrir líf á jörðu.

NASA fylgist nú með öllum hlutum sem eru meira en 700 metrar í þvermál, en stefnt er að því að fylgjast með öllum loftsteinum stærri en 70 metrar í náinni framtíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka