Almyrkvi á tungli

Myndin var tekin á Akureyri í kvöld
Myndin var tekin á Akureyri í kvöld mbl.is/Sveinn Helgi Sverrisson

Tunglið varð gulbrúnt og rautt að lit í kvöld þegar það gekk inn í skugga jarðarinnar, en um var að ræða fyrsta almyrkva á tungli í þrjú ár. Almyrkvi hófst klukkan 22:44:13 í kvöld og almyrkvi var á tungli klukkan 23:20:56 og almyrkvi endaði klukkan 23:57:37. Almyrkvinn sást ekki nægjanlega vel vegna skýjafars í Reykjavík en á Akureyri voru þessar myndir teknar í kvöld.

Þótt tunglið fari alveg inn í skugga jarðarinnar brotnar birta frá sólinni í lofthjúpi jarðar og kastast á tunglið þannig að það myrkvast ekki alveg.

Frá vísindalegu sjónarhorni er almyrkvinn ekki mjög merkilegur, að því er haft er eftir stjörnufræðingi við Konunglega breska stjörnufræðifélagið, en hann telur að það geti verið skemmtilegt að fylgjast með þessu náttúrufyrirbæri.

Bloggvefur Einars Sveinbjörnssonar

Bloggað um almyrkvann

Stjörnufræðivefurinn

mbl.is/Sveinn Helgi Sverrisson
Almyrkvi á tungli
Almyrkvi á tungli mbl.is/Sveinn Helgi Sverrisson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert