Vilja að tölvuleikjafíkn verði skilgreind sem geðröskun

Reuters

Stjórn stærstu læknasamtaka Bandaríkjanna, AMA, mun leggja til á ársfundi samtakanna um helgina að tölvuleikjafíkn verði skilgreind sem geðröskun, bæði til að vekja athygli á henni og til að sjúkratryggingar greiði meðferð við henni. Ýmsir læknar halda því fram, að í sumum tilvikum geti tölvuleikjafíkn unglinga verið jafn sterk og heróínfíkn.

Stjórnin fer fram á að AMA berjist fyrir því að tölvuleikjafíkn verði bætt í geðraskanaskrá Geðlæknafélags Bandaríkjanna, APA. Fulltrúar á ársfundi AMA greiða væntanlega atkvæði um tillöguna eftir helgi. Núverandi skrá APA var gefin út 1994, en ný útgáfa er væntanleg 2012.

Í skýrslu stjórnar AMA segir að allt að 90% bandarískra unglinga spili tölvuleiki, og kunni 15% þeirra að vera háð leikjunum, eða rúmlega fimm milljónir unglinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert