Danir vonast til þess að geta slegið eign sinni á Norðurpólinn

Ísjakar við Grænland.
Ísjakar við Grænland. AP

Danskir vísindamenn sigla nú áleiðis til norðurheimskautsins en þeir hafa það verkefni að mæla sjávardýptina við Norður-Grænland. Dönsk stjórnvöld segja að leiðangurinn geti orðið til þess að Danir geti slegið eign sinni á Norðurpólinn, en Rússar hafa að undanförnu verið með yfirlýsingar á lofti að Norðurpóllinn sé þeirra.

Niðurstöður rannsóknarleiðangursins gætu orðið þær að Danir geti gert fært á það sönnur að Lomonssov-hryggurinn, sem er neðansjávarfjallgarður sem teygir anga sína frá Grænlandi til Síberíu, sé framlenging á Grænlandi. Færi það svo gætu Danir haldið því fram að þeir séu réttmætir eigendur svæðisins.

Talið er að allt að 25% af olíubirgðum heims sé við norðurheimskaut og á dögum þverrandi olíulinda og aukinnar olíuneyslu eru slíkar auðlindir dýrmætari en nokkru sinni.

45 danskir vísindamenn lögðu af stað á sænska ísbrjótnum Oden frá Norður-Noregi í gær. Þeir munu eyða næstu fimm vikum að gera ítarlegar mælingar og fínkemba svæðið sem er á milli 83. og 87. breiddargráðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert