Fótbolti er betri líkamsrækt en skokk

Í rannsókninni er ekki talað um atvinnumenn í knattspyrnu.
Í rannsókninni er ekki talað um atvinnumenn í knattspyrnu. AP

Fótboltaleikur er meira grennandi og byggir betur upp vöðva en skokk gerir, samkvæmt nýrri, danskri rannsókn. Ennfremur kom í ljós, að þeim sem spiluðu fótbolta fannst þeir ekki vera eins þreyttir eftir áreynsluna og þeim sem skokkuðu, einfaldlega vegna þess að þeir sem fóru í fótbolta skemmtu sér betur en skokkararnir gerðu.

Þátttakendur í rannsókninni voru 37 karlar á aldrinum 31-33 ára, allir álíka hraustir. Var þeim skipt í þrjá hópa, einn lék fótbolta, einn fór út að skokka og sá þriðji sat aðgerðalaus. Fór rannsóknin þannig fram, að fylgst var með hjartslætti þátttakenda og borin saman blóðsýni og vöðvasýni fyrir og eftir fótboltaleiki og skokkið.

Rannsóknin stóð í þrjá mánuði, og ekki kom á óvart að að henni lokinni voru þeir við sísta heilsu sem sátu aðgerðalausir. Fituprósenta þeirra sem fóru í fótbolta hafði lækkað um 3,7% samanborið við um tvö prósent hjá skokkurunum. Þá hafði vöðvamassi fótboltamannanna aukist um næstum 4,5 pund, en ekkert að ráði hjá skokkurunum. Þeir sem voru aðgerðalausir sýndu litla breytingu á bæði fituprósentu og vöðvamassa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert