Samið um hátæknilega hraðlest í Bæjaralandi

Maglev-lest er knúin áfram af seglum í teinunum.
Maglev-lest er knúin áfram af seglum í teinunum. Reuters

Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi hafa ákveðið að leggja háhraðalest frá miðborg München að flugvelli borgarinnar. Hraðlestin verður af nýrri gerð, svokölluð Maglev-lest (Magnetic Levitation) sem nýtir rafsegla til að bæði knýja lestina áfram og halda henni svífandi yfir sérsmíðuðum teinunum.

Maglev lestin verður sú fyrsta í Evrópu en verkefnið sem kostar tæpa tvo milljarða evra átti í fjárhagserfiðleikum uns yfirvöld í Bæjaralandi ákváðu að skrifa undir samning.

Einu Maglev lestarnar sem ganga enn sem komið er eru í Kína, þar flýtur lestin á 500 km hraða á milli flugvallar og fjármálahverfisins í Sjanghæ.

Lestin þykir vel hönnuð en verkefnið lenti í vandræðum 2006 er tilraunalest í norðurhluta Þýskalands lenti í árekstri við viðgerðarlest og 23 létust.

Japan hyggst opna sína fyrstu Maglev-braut um 2025.

Ekki er búið að tilkynna hvenær München-lestin mun verða starfshæf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert