Stærsta sjónvarp heims kynnt fyrir landanum

Í versluninni Sense í Hlíðarsmára er til sýnis sjónvarpstæki, það stærsta í landinu. Það telur um 103 tommur eða 261 sentimetra, horn í horn og er líklega það stærsta í heimi, sem fáanlegt er. Knattspyrnumaðurinn David Beckham mun þegar hafa tryggt sér eitt slíkt tæki, en þeir sem hafa hug á að fylgja í fótspor knattspyrnumannsins knáa geta skoðað risasjónvarpið fram á næsta mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert