Bifreiðaframleiðendum gert að birta tæknilegar upplýsingar fyrir verkstæði

Reuters

Evrópskir bifreiðaeigendur geta átt von á að viðgerðakostnaður lækki talsvert í náinni framtíð þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur krafist þess að bifreiðaframleiðendur birti tæknilegar upplýsingar um bifreiðar sem þeir framleiða. Tilgangurinn er sá að sjálfstætt starfandi verkstæði sem ekki tengjast framleiðendunum geti notað gögnin og þannig framkvæmt viðgerðir sem annars hefðu ekki verið mögulegar nema á verkstæði tengdu framleiðendum.

Þessar tæknilegu upplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að gera við bíla þar sem nýir bílar verða æ flóknari smíð.  Með birtingu gagnanna opnast verður mun meiri samkeppni um bílaviðgerðir og má því búast við því að verð lækki fyrir vikið.


Aðgerðunum er sérstaklega beint að stórum framleiðendum á borð við DaimlerChrysler, Toyota, General Motors og Fiat, en reglugerðin mun þó eiga við um alla framleiðendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert