Fiskur eykur minni og gáfur

Fiskiætur standa sig betur í hugarleikfimi en aðrir.
Fiskiætur standa sig betur í hugarleikfimi en aðrir. mbl.is/ÞÖK

Mikið fiskát hefur góð áhrif á heilastarfsemi eldra fólks. Samkvæmt nýrri könnun sem breskur vísindamaður framkvæmdi á 2000 norskum mönnum og konum á aldrinum 70 til 74 ára er minni, gáfnafar og athyglisgáfan betri hjá þeim sem borða mikinn fisk og fer stigvaxandi eftir því magni af fiski sem fólk neytir upp að 80 grömmum á dag.

David Smith sem starfar við Oxfordháskólann í Englandi segir að þeir sem borða fisk standi sig betur í sex mismunandi gáfnafarstilraunum sem hann lagði fyrir þá sem tóku þátt í könnuninni. Engu breytti hvort fólk borðaði feitan eða magran fisk.

Þeir sem einungis tóku lýsi stóðu sig betur en þeir sem hvorki neyttu fisks né lýsis í einu af prófunum sex.

Allra best stóðu þeir sig sem oft borðuðu fisk í aðalmáltíð dagsins.

Smith birti niðurstöðu sína í American Journal of Clinical Nutrition og ræddi jafnframt við Reuters fréttastofuna um niðurstöður sínar og frá þessu er sagt í norrænum fjölmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert