Einelti færist í vöxt á netinu

Allt að eitt af hverjum þremur börnum í Bandaríkjunum hafa sætt hótunum eða stríðni á netinu, samkvæmt nýju mati á tíðni neteineltis. Önnur ný rannsókn bendir til að eitt af hverjum 10 börnum hafi orðið fyrir áreitni á netinu.

Sérfræðingar í lýðheilsumálum segja, að jafnvel lægri tíðnin sé til marks um að neteinelti hafi aukist og sé vaxandi vandamál.

„Ég myndi ekki segja að það sem 10% barna hafa orðið fyrir sé lítið,“ sagði Janis Wolak, vísindakona við Háskólann í New Hampshire, og höfundur síðarnefndu rannsóknarinnar.

Aftur á móti leiddu athuganir hennar, sem og aðrar rannsóknir, í ljós að áreitnin sem um var að ræða var ekki mjög gróf.

Sérfræðingar segja ennfremur að erfitt sé að leggja mat á hversu alvarlegt lýðheilsuvandamál neteinelti sé, því að skilaboð eða tölvuskeyti sem komi einu barni í uppnám skipti önnur börn engu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert