Netnotkun hvergi í Evrópu eins útbreidd og hér

Netnotkun er hvergi í Evrópu jafn útbreidd og hér.
Netnotkun er hvergi í Evrópu jafn útbreidd og hér. mbl.is/Júlíus

Hvergi á Evrópska efnahagssvæðinu er netið hlutfallslega jafn útbreitt og á Íslandi og hér á landi er einnig hæsta hlutfall þeirra einstaklinga, sem nota netið en hér hafa t.d. 86% landsmanna notað leitarvél á netinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Þá kemur fram, að 83% heimila á Íslandi eru með nettengingu og er það hlutfall einnig það hæsta í Evrópu. Lægst er hlutfallið í Búlgaríu, 19%. Í Svíþjóð er hlutfallið 79%, í Danmörku 78%. Hér á landi hafa 76% heimila aðgang að breiðbandi og það er einnig hæsta hlutfallið í Evrópu.

Tilkynning Eurostat

Íslenskar tölur um netnotkun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert