Flöskuvatn óumhverfisvænt

Vatn í glasi er umhverfishæft en vatn í plastflösku síður.
Vatn í glasi er umhverfishæft en vatn í plastflösku síður. mbl.is/Kristinn

Áströlsk umhverfissamtök fullyrða, að framleiðslu neysluvatns í flöskum fylgi það mikil mengun, að líta ætti hana sömu augum og reykingar.  Vísað er í niðurstöður nýlegrar breskrar könnunar sem sýna fram á að neysla einnar vatnsflösku hefur sömu áhrif á umhverfið og að aka einn kílómetra á bíl.  Fram kemur að framleiðsla á flöskuvatni myndi 600 sinnum meiri koltvísýring en kranavatn.

Stjórnarmaður samtakanna Clean up Australia, eða Hreinsum Ástralíu, Ian Kiernan, styður þessar niðurstöður og segir að notkun vatnsflaskna sé mjög óumhverfisvæn, og að notendur ættu að hugsa sinn gang.

„Umhverfisáhrifin eru skelfileg, þegar gróðurhúsaloftegundir sem myndast við framleiðslu flaskna og flutning þeirra, eru teknar með í reikninginn.  Gerir fólk sér grein fyrir að flöskur eru framleiddar úr olíu?" segir Kiernan.

Kiernan segir flöskuvatn vera vel markaðssett fyrir ungt fólk sem hugsar út frá mataræðissjónarmiðum. Hins vegar ætti flöskuvatn að eiga heima í fortíðinni eins og plastpokar.  Einnig vísar Kiernan í mikinn kostnað sem fylgir því að flytja inn mörg tonn af vatni.

Ruslvandamál hefur skapast vegna tómra flaskna í Ástralíu, að mati Clean up Australia, en Kiernan leitaði til fylkistjóra um að byrja á notkun skilagjaldskerfis í Queensland fylki.

Fylkistjórinn segir skilagjaldskerfi ekki vera á dagskrá núna en stjórnvöld ætli í staðinn að leitast til við að endurnýta rusl á betri hátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert