Bankakreppa eykur hættu á hjartaáföllum

Merki Northern Rock
Merki Northern Rock Reuters

Ef fleiri bankar í Bretlandi lenda í sömu kreppu og Northern Rock gæti það valdið þúsundum hjartaáfalla, samkvæmt rannsókn sem gerð var við Cambridgeháskóla. Beindist hún að heilsufarslegum áhrifum kreppu á fjármálamarkaði undanfarin 40 ár.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC, en rannsóknin er birt í vísindaritinu Globalization and Health.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiða m.a. í ljós, að þegar kreppir að á fjármálamarkaði í þróuðu ríki eykst tíðni hjartaáfalla um 6,4%. Meðal krepputímabila sem rannsóknin beindist að, á tímabilinu 1960-2002, voru sparisjóðshneykslið í Bandaríkjunum 1985 og fjármálakreppan í Svíþjóð í byrjun síðasta áratugar.

Dánartíðni af völdum hjartaáfalls jókst „í skamman tíma og mjög reglubundið“ í hvert sinn sem erfiðleikar steðjuðu að bankakerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert