Í höfuðaðgerð á þriðju öld?

Fornleifafræðingar hafa fundið höfuðkúpu ungrar konu í norðurhluta Grikklands frá 3. öld sem þeir telja að skurðlæknir hafi framkvæmt flókna aðgerð á.

Grískur leitarflokkur fann höfuðkúpu í kirkjugarði í Veria og ummerki á henni bentu til þess að aðgerð hefði verið framkvæmd. „Við höldum að flókin skurðaðgerð hafi verið framkvæmd sem aðeins hæfur læknir hefði getað gert“, sagði Ioannis Graikos, sem fer fyrir fornleifagreftrinum. 

Læknismeðferðir í Veria er hluti af langri hefð sem byrjaði með Hippókrates og allt til Rómversku læknanna Celsus og Galen. Hippókrates á að hafa lifað á 5. öld fyrir Krist, Celsus um 25 fyrir Krist til 50 eftir Krist og Galen frá 131 til 201.

Aðgerðin sem talið er að framkvæmd hafi verið er flókin aðgerð á höfuðkúpu sem laga átti höfuðmeiðsli eða veikindi.  Árið 2003 uppgötvuðu grískir fornleifafræðingar hauskúpu af manni í grafhýsi á annarri öld fyrir Krist sem einnig er talin hafa hlotið svipaða aðgerð. Sá sjúklingur var talinn hafa lifað í nokkur ár eftir aðgerðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert