Toyota boðar bíl sem stinga má í samband

Tvinnbíllinn Toyota Prius hefur selst í yfir einni milljón eintaka.
Tvinnbíllinn Toyota Prius hefur selst í yfir einni milljón eintaka.

Toyota mun eftir tvö ár setja á markað í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum tvinnbíl sem stinga má í samband við venjulega innstungu til að hlaða í honum lithíumrafhlöður, líkt og þær sem eru í fartölvum. Slíkir tvinnbílar geta gengið lengur fyrir rafmagni en hefðbundnir tvinnbílar og eru umhverfisvænni, segir Toyota.

Rafhlöðurnar sem verða í bílnum gefa meiri orku og eru minni en þær rafhlöður sem nú eru notaðar í tvinnbíla. Nýju rafhlöðurnar mun Toyota búa til í samvinnu við Matsushita-fyrirtækið, sem framleiðir Panasonic vörur.

General Motors ætlar einnig að setja á markaðinn bíl sem stinga má í samband, Chevrolet Volt, sem koma á á markað 2010, og Nissan Motor er líka með rafmagnsbíla á teikniborðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert