Tölvur á 90% heimila

Niðurstöður rannsóknar Hagstofunnar sýna að tölvur eru á 90% heimila og 88% heimila gátu tengst netinu. Nettengd heimili nota í langflestum tilvikum ADSL, SDSL eða annars konar xDSL tengingu, eða í 94% tilvika. Einungis 5% nettengdra heimila nota hefðbundna upphringitengingu eða ISDN.

Könnunin var gerð fyrr á þessu ári. Þar kemur fram, að rúmlega 90% landsmanna á aldrinum 16–74 ára nota tölvu og netið. Ástæður netnotkunar breytast lítið milli ára og líkt og fyrri ár var miðillinn helst notaður til samskipta og upplýsingaleitar og til þess að sinna bankaviðskiptum. Árið 2008 höfðu 36% netnotenda pantað og keypt vörur eða þjónustu um internetið á því þriggja mánaða tímabili sem spurt var um. Algengust eru kaup á farmiðum, gistingu eða annarri þjónustu tengdri ferðalögum.

Ríflega 15% þeirra sem nota internetið halda úti eigin bloggsíðu og 66% þeirra sem vafra um á internetinu fylgjast með bloggsíðum annarra.

Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og interneti 2008

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert