Verðlaunaðir fyrir sýndarmenni

mbl.is

Tveir íslenskir tölvunarfræðinemar við Háskólann í Reykjavík hlutu tvenn verðlaun fyrir lokaverkefni sín á nýafstaðinni alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í Tókíó í Japan.

Verðlaunin hlutu þeir Bjarni Þór Árnason og Ægir Þorsteinsson á fræðasviði sýndarmenna (Intelligent Virtual Agents).

Verkefnið, sem kallast „CADIA BML Realizer“, er unnið í samvinnu við Suður-Kaliforníuháskóla, og er opið safn verkfæra til að myndgera og kvika sýndarmenni í þrívíðum sýndarheimum. Þetta er fyrsta aðgengilega kvikunarvélin sem tekur við hreyfilýsingu á BML-formi ("Behavior Markup Language"), sem er nýr alþjóðlegur staðall til að lýsa nákvæmri samhæfingu líkamshreyfinga, segir í frétt frá HR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert