Hvað eru 700.000.000.000 dollarar mikið?

Til að finna eiginlegan samanburð við milljarðana sjö hundruð af dollurum sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja fram til bjargar fjármálakerfi landsins, en gengur treglega að fá þingið til að samþykkja, þarf að taka sem dæmi kostnaðinn við stríðsreksturinn í Írak, eða rekstrarkostnað bandaríska hersins.

Vísindavefurinn LiveScience.com bendir á, að fjárhagsáætlun  geimvísindastofnunarinnar, NASA, fyrir næsta ár, hljóði upp á 17,6 milljarða, en fyrir þá upphæð fást nokkrar geimferðir og rekstur fjölda geimsjónauka, fjarstýrð farartæki á Mars, auk kynningardeildar sem flest stórfyrirtæki væru fullsæmd af.

Samanburður við NASA gefur því litla hugmynd um hversu mikið 700 milljarðar dollara, eða sjö hundruð þúsund milljónir, eru í raun og veru.

Frá árinu 2003 til enda næsta fjárlagaárs hefur Bandaríkjaþing samþykkt að veita alls 606 milljarða dollara til stríðsrekstrarins í Írak. Fjárhagsáætlun alls bandaríska hersins fyrir fjárhagsárið 2008 nemur 481,4 milljörðum.

Mörgum líst illa á björgunaraðgerðirnar vegna þess að þær verði á endanum greiddar úr vösum skattborgaranna.

Bandaríkjamenn eru  nú um 305 milljónir, og samkvæmt því þarf hver og einn að greiða um 2.300 dollara í björgunarpakkann, eða sem svarar um 250.000 krónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert